Hvað eru persónuupplýsingar?
Persónuupplýsingar eru upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling. Einstaklingur telst persónugreinanlegur ef unnt er að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í auðkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningargögn eða netauðkenni sem einkenna hann.
Þjónusta Ferró selur prentun og þjónustu, ásamt heimsendingu í verslun sinni og á vef. Við notum upplýsingar þínar til að framfylgja sölu-, kaup- og þjónustusamningi eða til að framfylgja samningi að þinni beiðni.
Þjónustuaðilar
Í sumum tilvikum notast Ferró við þriðja aðila til að sinna þjónustu fyrir okkar hönd. Það á við um til dæmis vinnslu á debet- og kreditkortafærslum og vöruflutninga. Ferró hefur einnig gert samning við þriðja aðila um skýjaþjónustu. Skýjaþjónusta er netþjónusta sem gerir einstaklingum og fyrirtækjum kleift að nota hugbúnað og tæki hjá þriðju aðilum. Til að mynda felst slík þjónusta í varðveislu upplýsinga í netþjónum, tölvupóstþjónustu og veflausnum. Slíkir þjónustuaðilar hafa í gildi viðeigandi stefnur og verkferla til að tryggja að upplýsingar sem þeir meðhöndla séu varðveittar með öruggum hætti hverju sinni. Ef þriðji aðili þarf að nota persónuupplýsingar þínar í tengslum við þjónustu, gætum við þess að þær séu aðeins notaðar í þeim tilgangi. Þeim er einnig skylt að fara með upplýsingarnar sem trúnaðarupplýsingar og/eða að skila þeim til okkar þegar notkun á þeim er lokið.
Er persónuupplýsingum deilt með öðrum? Persónuupplýsingum þínum gæti verið deilt: – Innan Ferró. – Með þriðja aðila sem veitir þjónustu fyrir hönd Ferró. Persónuupplýsingar geta verið meðhöndlaðar af öðrum fyrirtækjum sem eru ráðin til að veita þjónustu fyrir hönd Ferró, t.d. við heimsendingu. Þessi fyrirtæki fá einungis nauðsynlegar persónuupplýsingar til að veita þjónustuna sem um ræðir og unnið er úr þeim einungis eftir fyrirmælum frá Ferró.
Réttur þinn
Þú átt rétt á að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem við kunnum að hafa um þig. Þú getur líka í sumum tilvikum átt rétt á að upplýsingar verði leiðréttar eða þeim eytt.
Ef þú vilt fá upplýsingar um persónugreinanlegar upplýsingar sem við kunnum að hafa um þig getur sent okkur tölvupóst á [email protected]