Skilmálar

HeimSkilmálar

Almennt

Eftirfarandi skilmálar gilda um allar pantanir viðskiptavina á vörum og framleiðslu Ferró. Gangist viðskiptavinur ekki undir neðangreinda skilmála mun beiðni hans um viðskipti verða hafnað.
Skilmálar þessir verða endurskoðaðir án fyrirvara ef þörf krefur og breytingar geta tekið gildi án þess að til birtingar þeirra komi fyrirfram.

Skyldur kaupanda

Kaupandi þjónustunnar skal sjálfur ganga úr skugga um að hann hafi heimild til að nýta sér og gera afrit af því myndefni svo og öðru efni háðu lögum um eignar- og afnotarétt sem hann óskar að fá prentað. Gildir þar sú almenna regla að afla verður samþykkis eigenda fyrir allri notkun hugverka, þ.m.t. vegna mynda sem teknar eru af alnetinu. Kaupandi ber einn alla ábyrgð á öllum hugsanlegum brotum gegn hugverkaréttindum þriðja aðila.
Sé um að ræða ljósmynd af einhverjum öðrum persónum en kaupanda sjálfum skal kaupandi afla sér heimildar frá öllum þeim aðilum áður en myndin er notuð. Í slíkum tilfellum getur Samskipti ehf.krafist þess að kaupandi sýni fram á fullnægjandi sönnun þess að slíkrar heimildar hafi verið aflað.
Kaupanda er ekki heimilt að gera afrit af prentgrunnum Ferró. Höfundar- og afnotaréttur af þeim er alfarið í höndum Ferró ehf.
Leggi einhver aðili fram kröfur gegn Ferró ehf. sökum þess að prentverk hefur brotið gegn hans réttindum (sem dæmi ef kaupandi hefur vanrækt að afla tilskilinna heimilda, skal kaupandi einn bera ábyrgð á slíkum brotum og fallast á að bæta Ferró. allan þann skaða sem af slíkum brotum kann að hljótast.

Fyrirvarar Ferró ehf.

Ferró ehf.áskilur sér allan rétt, af hvaða ástæðu sem er, til að hafna hverju því efni sem kaupandi sendir inn til vinnslu. Í slíkum tilfellum skulu kaupanda endurgreiddar þær fjárhæðir sem hann hefur þegar greitt Ferró ehf. í tengslum við prentverk að undanskildum mögulegum vinnslukostnaði, hafi forsendur tekið breytingum í verkferlinu. Vakni grunur um að innsent efni brjóti í bága við almenn hegningarlög, verður það tilkynnt lögreglu tafarlaust.
Ferró ehf.áskilur sér allan rétt til þess að draga til baka prentverkt og stöðva prentun þess. Í slíkum tilfellum skulu kaupanda endurgreiddar þær fjárhæðir sem hann hefur þegar greitt Ferró ehf. í tengslum við prentverkið að undanskildum mögulegum vinnslukostnaði, hafi forsendur tekið breytingum í verkferlinu.
Við prentverk getur komið til frávika í litbrigðum, myndgæðum og staðsetningu myndar og annara þátta í prentskjölum. Kaupandi samþykkir að endanleg útgáfa sé háð gæðum þeirrar ljósmyndar eða þess myndefnis sem hann lætur Ferró ehf í té.
 Hönnun og uppsening getur sætt breytingum af hálfu Ferró ehf. án fyrirvara.Afhending vöru

Vörur eru afhentar innan 6 virka daga frá þeim degi þegar pöntun þín var móttekin og samþykkt af Ferró ehf. nema annar tímarammi sé gefinn til kynna af Ferró ehf. áður en hinn sérstaki tilgreindi afhendingartími rennur út. Hins vegar, er afhendingartíminn einungis byggður á mati og Ferró ehf. skal ekki vera skaðabótaskylt vegna þess að afhending vöru hafi dregist á langinn né heldur vegna tjóns eða skaða sem getur hafa hlotist af slíku.
Af öllum pöntunum dreift af Dropp gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Dropp um afhendingu vörunnar. Ferró ehf ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að hún er send frá Ferró ehf til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Vinsamlegast athugið að við afhendum vöruna einungis til heimilisfanga sem eru innan Íslands.

Verð á vöru og sendingakostnaður

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram.
Sendingarkostnaður innanlands greiðist við móttöku samkvæmt verðskrá Dropp ef eingöngu um smávöru er að ræða í sendingunni, en samkvæmt verðskrá vöruflutningafyrirtækis ef um stærri hluti er að ræða.
Sendingar sem viðskiptavinur sækir sjálfur eru afhentar í vöruafgreiðslu Ferró, Vagnhöfða 17. Greiðslur með kreditkortum eru alfarið meðhöndlaðar af vefþjónum Valitor, greiðslumiðlun Visa og eru engar kortaupplýsingar vistaðar á vefþjónum Ferro ehf.

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.
Vörum sem framleiddar eru sérstaklega fyrir einstaka aðila og eru ekki endurseljanlegar er ekki hægt að skila nema um galla sem rekja má til framleiðslu sé að ræða.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um neytendakaup nr.48/2003 og laga um neytendasamninga.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing:

Varðandi viðskipti við okkur, sem og önnur atriði í samningsskilmálum þessum gilda íslensk lög. Rísi ágreiningur milli Ferró ehf og viðskiptavinar skal mál vegna þess rekið fyrir íslenskum dómstólum.

Karfan mín