Skil á gögnum

HeimSkil á gögnum

  Auðvelt að skila gögnum til Ferró skiltagerðar.

  Tilbúið til prentunar

  PDF-skráarform nýtist í margvíslegum tilgangi, t.d. sem stakar auglýsingar, hluti verks, verk í heild sinni, einnig til notkunar á internetinu og sem rafrænar prófarkir sem sendar eru til viðskiptamanns með tölvupósti. Það getur innihaldið alla þætti síðunnar, texta, myndir og letur.

  Öruggasta leiðin til að gera PDF skrár til prentunar er að nota hugbúnaðinn Adobe Acrobat. Flest forrit bjóða upp á þann möguleika að vista út sem PDF, en fá forrit geta uppfyllt þær kröfur sem prentiðnaðurinn setur. Adobe Indesign gerir það frá og með útgáfu 2.0.

  Stillingarskrár

  Samtök iðnaðarins – RGB vinnsluferli

  Helstu kostir PDF:

  • Bæði myndir og letur er byggt inn í PDF-skrána, ef hún er rétt gerð.
  • Ekkert óeðlilegt textaflæði getur átt sér stað.
  • Flestar PostScript-villur sem upp geta komið, koma þegar PDF- skráin er búin til en ekki við útkeyrslu á plötu/filmu.
  • PDF-skrár eru í flestum tilfellum minni en PostScript-skrár þar sem búið er að hreinsa burt öll óþarfa gögn.
  • Allar síður eru sjálfstæðar, sem þýðir að auðveldara er að vinna með margra síðna skjöl, t.d. í leiðréttingarvinnu.
  • Hægt er að senda PDF-skrá sem er tilbúin til prentunar á hvaða útkeyrslutæki sem er.
  • PDF-skrár eru mun áreiðanlegri sem skjáprófarkir.
  • Hægt er að læsa PDF-skránum sem þýðir að aðeins þeir sem hafa lykilorð geta opnað skjalið og prentað út.

  Helstu gallar PDF:

  • Textaleiðréttingar eru þyngri í vöfum, í flestum tilfellum þarf að fara í upprunalegu gögnin og búa síðan til nýja PDF-skrá af viðkomandi síðu.
  • Skrárnar geta verið á mismunandi gæðaformum, allt frá því að vera í fullum gæðum til prentunar, niður í að vera ónothæfar og allt þar í milli.

  Að búa til PDF

  Hægt er að senda PDF skjölin á þrjá mismunandi vegu:

  1) Síðu fyrir síðu, öruggasta leiðin ef leiðréttingar verða nauðsynlegar. Hægt er að senda hverja síðu um leið og hún er tilbúin, óháð stöðunni á verkinu að öðru leyti.

  2) Allt verkið í einu skjali

  3) Hver örk sér, 8 – 16 eða 32 síður í skammti.

  Það skiptir miklu máli að samræmi sé í skammtastærðum í hverju verki.

  Nöfn á skjölum
  Mjög nauðsynlegt er að samræmi sé í nafngiftum á skránum.
  Hvert verk skal byrja eins og enda á bls.-númerum + .pdf t.d.
  Nafn.001.pdf (Verkefni 1 síða 1)
  Nafn.001.016.pdf (Verkefni 1 síður 1 til 16).

  Mikilvægt er að síður séu miðjusettar á prentfleti
  Þegar nota á PDF úr Microsoft office forritum þarf að passa að valið sé „Press Quality“ til prentunar á pdf til að fá sem bestu gæði í PDF fælinn.
  Til að ekki komi leturvandamáli þá þarf að velja „Download as softfont“ undir „TrueType Font:“

  Karfan mín