Upplýsingaskilti – sérsniðið eftir þínum þörfum Þetta skilti er hannað fyrir öryggi og fræðslu á vinnusvæðum. Þú velur sjálfur hvaða merki eiga að birtast á skiltinu, t.d. „Bannað að reykja“, „Hætta á að klemma sig“, „Skylda að nota hlífðarbúnað“ o.s.frv.
Sendu okkur upplýsingar um þau merki sem eiga að vera á skiltinu þegar þú leggur inn pöntun, eða í tölvupósti eftir á – við sjáum um að hanna og staðsetja merkin samkvæmt þínum óskum.
Merkin eru prentuð á prentfilmu og límd á 3mm álbond plötu.